• Sími: 698 0377
  • gmmur@gmmur.is

Þjónusta

Okkar þjónusta

mynd.jpg

Mynstursteypa

Góður og varanlegur kostur í steyptum bílaplönum og stéttum í dag. Fjölbreyttir valkostir eru á að forma yfirborðið með mismunandi mynstrum og litum þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður nær ekki festu og auðvelt er að þrífa. Fallegt útlit og slitsterkur flötur gera þessa lausn ákjósanlega fyrir verslanir, bílageymslur, sólskála, svalir, atvinnuhúsnæði og heimili.

Flotun

GM Múr bíður uppá góða þjónustu í golfílögnum, hvort sem það er Anhýdrít ílögn yfir hitalagnir, fínflotun eða gróf sandlögun. Fyrirtækið hefur tekið að sér fjöldann af ílögnum í gólf bæði með steypu, sandlögun og floti. Nota má múrdæluna við flotun á stærri gólfum en það gefur snögg vinnubrögð og mikil gæði þar sem hröð handtök eru nauðsynleg.

Plötusteypa/vélslípun

Mikil aukning hefur verið í plötusteypum hjá GM Múr á síðustu misserum, bæði stórum sem smáum. Þar má nefna steypt og vélslípuð bílaplön þar sem saga má mynstur í eftirá, vélslíping stórra iðnaðargólfa eða gólf í stórum fjölbýlishúsum. Allt er þetta gert með mikilli nákvæmni þar sem lögð er áhersla á áferð og að réttur halli sé í niðurföll. Mikil reynsla liggur að baki og er verkinu skilað með ánægu viðskiptavina að leiðarljósi.

Múrklæðningar

Múrdæla er í eigu fyrirtækisins, hún léttir bæði vinnu starfsmanna og styttir vinnutíma. Múrdælan er notuð við múrklæðningar jafnt að utan sem innan og er notast við tilbúin efni í pokum sem kallast sprautumúr.

Flísalagnir

Fyrirtækið hefur mikið unnið við flísalagnir enda á það öll helstu verkfæri sem koma að flísalögnum. Mikil reynsla starfsmanna við flísalagnir liggur að baki og eru því gæði og fagmannleg vinnubrögð höfð að leiðaljósi.

Steining

Fyrirtækið hefur tekið að sér steiningu fjölda húsa. Þá er múrdælan notuð við að sprauta steiningarlími á fletina og næst þá mun meiri vinnuhraði og betri vinnubrögð þar sem steiningarlímið þornar hratt.

GM Múr ehf.

Frostaþingi 1, 203 Kópavogi
gmmur@gmmur.is
Sími: 698 0377

Leita